Polly Toynbee sagði í Guardian í morgun, að fundur Evrópusambandsins í gær sýni, að Bretland sé orðið einangrað, fyrirlitið og áhrifalaust í sambandinu. Þar líti menn einfaldlega á Bretland sem 51. ríki Bandaríkjanna. Þar sjái allir, að Tony Blair forsætisráðherra sé áhrifalaus í sambúðinni við George W. Bush og geri bara það, sem honum sé sagt. Hins vegar telur hún framtíð Evrópusambandsins bjarta, því að almenningur um alla Evrópu hafi þjappað sér um þá leiðtoga, sem hafa andhæft gegn Bandaríkjastjórn.