Þegar Franklín Steiner hefur fengið sína milljón eins og hinir, þurfa þingmenn að vakna til meðvitundar. Endurskoða þarf lög um persónuvernd á þann hátt að þau stangist ekki á við sannleiksregluna: Að satt megi standa. Nú túlka róttæklingar í Persónuvernd lögin sem öðrum lögum æðri. Dómstólar gera það líka. Hefja þarf aftur til vegs þá gömlu reglu, að fjölmiðlar séu ekki dæmdir nema þeir hafi vísvitandi sagt rangt frá málsefnum. Núverandi ástand takmarkar gegnsæi, er andsnúið lýðræði, stuðlar að undirheimum. Það verður aðeins lagað með breytingu á lögum um persónuvernd slúbberta.