Guðspjall vorsins var 20% strax. Fólk taldi sig fá tékka í pósti strax eftir stjórnarmyndun. Þá var sá skilningur ekki leiðréttur. Í haust kom svo nýtt guðspjall: Skuldaleiðrétting á heimsmælikvarða. Minna mátti það ekki vera, á heimsmælikvarða. Og nú er guðspjallið: Upprisa millistéttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer ætíð með himinskautum í orðavali, er hann lofar öllu fögru. Við erum farin að þekkja sjálfsblekkinguna. Svo hefur hann gleymt haglaranum og kylfunni, sem átti að nota á hrægamma í vogunarsjóðum. Nú á fjármagnið að koma frá skattgreiðendum. Einmitt frá upprisnu millistéttinni.