Breytt búvörustefna

Punktar

Evrópusambandið náði í morgun samkomulagi um breytta búvörustefnu til að draga úr offramleiðslu landbúnaðar, opna fyrir ódýra búvöru frá þróunarlöndunum og styrkja stöðu Evrópu í samningum um heimsviðskipti. Portúgal var eina landið, sem greiddi atkvæði gegn niðurstöðunni. Gagnrýnendur telja niðurstöðuna ekki fela í sér eins róttækan niðurskurð og sambandið vill vera láta. Áfram verði háir búvörustyrkir og mikil offramleiðsla og áfram verði erfitt fyrir þróunarlönd að koma ódýrri búvöru á framfæri. Thomas Fuller segir frá þessu í International Herald Tribune.