Brjálaðir Menn

Punktar

Ný skýrsla frá British Museum staðfestir, að bandaríski herinn hefur valdið óbætanlegu tjóni á fornleifum í Babýlon í Mesópótamíu. Þrátt fyrir aðvaranir settu þeir þar upp óþarfa herstöð með stæðum fyrir þungavopn og þyrlupöllum. Babýlon var ein elzta menningarborg sögunnar, krossgötur ótal menningarheima. Framferði Bandaríkjamanna er árás á heiminn eins og það væri árás á Ísland, ef þeir gerðu Þingvöll að herstöð, sprengdu þar kletta, settu upp sandhauga, bílaplön og þyrlupalla. Bandaríkjamenn eru hamslausir gagnvart erlendum þjóðum, menningu og sögu.