Samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur staðfest, má ekki refsa flóttafólki með fangavist fyrir fölsuð skilríki. Sem Ísland gerir samt. Höfum verið aðilar að samningnum í rúma hálfa öld og enn ekki lögfest þetta. Fyrirlítum eigin undirskriftir. Ísland er harðlega gagnrýnt fyrir tregðuna. Pia Prytz PHIRI hjá Sameinuðu þjóðunum segir Ísland traðka á mannréttindum. Í nýju útlendingafrumvarpi Hönnu Birnu er samt ekki gert ráð fyrir því ákvæði. Vonandi verður hún senn eftirlýst hjá Interpol fyrir gróft brot gegn mannkyninu. Væri vel við hæfi, hún elskar að sparka í aumingja.