Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður hefur fundið upp íslenzka sérútgáfu hinnar úthrópuðu brauðmolakenningar. Lægri vörugjöld á tækjum séu góð fyrir fátæka. Þeir geti nefnilega keypt brúkaða flatskjái hinna ríkustu, er þeir síðarnefndu fá sér nýja og stærri. Þannig muni ríkidæmið sáldrast niður til fátækra. Það mun að vísu ekki standast frekar en upprunalega brauðmolakenningin. Alþjóða efnahags- og framfarastofnunin segir þá kenningu hafa valdið miklum skaða. Brauðmolakenningin er sögð hafa leitt til stöðnunar. Brauðmolarnir sáldrist ekki til fátækra, heldur aukist stéttaskipting og reiði fátækra magnist.