Hringleið um Brunasand.
Heitið er rangnefni, landið er að mestu gróið.
Förum frá Teygingalæk suður með Hverfisfljóti um Gljá niður að sjó. Þar er skipbrotsmannaskýli. Förum síðan vestur ströndina að Landbrotsvötnum. Norðvestur með þeim og síðan norður að Sléttabóli, þaðan norður í Hraunból og síðan með hraunjaðrinum vestur fyrir Orrustuhól að þjóðvegi 1.
39,9 km
Skaftafellssýslur
Skálar:
Fossfjara: N63 43.494 W17 40.157.
Nálægir ferlar: Miklafell.
Nálægar leiðir: Flosavegur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson