Brúnavíkurskarð

Frá Kolbeinsfjöru í Borgarfirði um Brúnavíkurskarð til sæluhússins í Brúnavík.

Fyrrum aðalleiðin til Brúnavíkur eftir greinilegum stíg. Bratt er á köflum niður í víkina.

Förum frá Kolbeinsfjöru austsuðaustur í Brúnavíkurskarð í 350 metra hæð milli Geitfells að sunnan og Gránípu að norðan. Förum síðan í sneiðingum austur og niður í Brúnavík.

3,3 km
Austfirðir

Skálar:
Brúnavík: N65 31.600 W13 41.200.

Nálægar leiðir: Kjólsvík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort