Brúnu umslögin

Punktar

Bandarískir pólitíkusar hoppa yfir í sérhagmuni, þegar þeir hrökklast úr pólitík. Ósiðurinn byggist á loforðum um feitar stöður, þegar þeir sitja við samningaborð gagnvart sérhagsmunum. Líka farið að tíðkast hjá Evrópusambandinu, að yfirmönnum sé mútað með loforðum af þessu tagi. Hér er þetta byrjað. Einar K. Guðfinnsson verður forstjóri Landssamtaka fiskeldisstöðva. Og Katrín Júlíusdóttir er orðinn forstjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hafandi verið fjármála og efnahagsráðherra. Slík ráðning varpar skugga á allan feril pólitíkusa, er eiga sem ráðherrar að halda í skefjum sífelldum árásum gráðugra sérhagsmuna á veika almannahagsmuni.