Bryndís tvístígur enn

Punktar

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri er linur embættismaður, sem er undir þrýstingi. Með lækkun framlaga er alþingi að fækka starfsmönnum hennar úr 29 í 23. Bjarni Benediktsson fjármála lá lengi á spurningunni um, hvort kaupa skuli upplýsingar um fimmhundruð Íslendinga, sem eiga fé í skattaskjólum. Hvort tveggja eru skilaboð um að vera ekki að „ofsækja“ góða velgjörðamenn Flokksins. Reynsla annarra landa er, að sá kostnaður skilar sér þúsundfalt í meiri skatti. Þarna er hægt að ná inn tugum milljarða á einfaldan hátt. Skattrannsóknastjóri hefur enn ekki kjark til að kaupa þessar upplýsingar gegn vilja bófaflokkanna.