Gaman að lesa forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins í dag. Skildi bara helminginn af stöfunum. Þar stóð líka “bugl” og “kynþáttunarvanda”, sem ég skildi ekki. Sem betur fer voru þessi orð skýrð í frétt undir fyrirsögninni. Ég var þá kominn á öfuga leið. Í stað þess að láta fyrirsögn leiða mig inn í frétt lét ég frétt leiða mig tregan inn í fyrirsögn. Stríðir gegn því, sem kennt var í blaðamennsku í gamla daga, að fyrirsögn skyldi freista til lestrar fréttar. En nú er blaðamennska ekki lengur listræn iðngrein, heldur akademísk grein, svonefnd fjölmiðlafræði, partur af stórmerkum vandamálafræðum nútímans.