“Við höfum mikið af fólki sem hefur stofnað með sér samtök sem mótmæla öllum sköpuðum hlutum sjálfvirkt. Og hefur af því beinan hag sjálft. Stór hluti þess fólks myndi mótmæla kókþambi ef það væri arðbært.” Þannig segir í bloggi Rögnvalds Hreiðarssonar um hrefnuveiðar. Textinn er dæmi um bull, sem þrífst í bloggi, því að engir nenna að vísa því á bug. Þar er órökstutt gert ráð fyrir, að andófsfólk hafi hag af andófi. Væntanlega þá tekjur og ekki bara upp í vinnumissi. Ég hef hvergi séð dæmi um slíkt. En ég hef séð, að spunakarlar hagsmunaaðila bulla stundum um andófsfólk sem hagsmunaaðila.