Tölur fjölmiðla um fylgi flokka eru kolrangar eins og venjulega. Í síðustu könnun Capacent-Gallup neitaði þriðjungur þjóðarinnar að svara, segist engan flokk styðja, ekki ætla að kjósa eða hyggjast skila auðu. Þýðir, að tölur fjórflokksins og Lilju eru miklu lægri en þær, sem fávísir blaðamenn hafa birt. Raunverulega er Sjálfstæðisflokkurinn með 25% fylgi, Samfylkingin með 14% fylgi, Framsókn, Vinstri græn og Lilja með 6-8% hver fyrir sig. Enginn þessara flokka getur hampað könnun Capacent-Gallup, hvað þá flokksbrot, sem ekki komust á blað. Stóra framboðið hjá hinu nýja Íslandi er ekki komið enn.