Bullar í hjáheimi

Punktar

Tveir flokkar ríkisstjórnarinnar hafa enga aðra stefnu en að vera í ríkisstjórn. Fyrir kosningar skrifa Viðreisn og Björt framtíð marklausar stefnuskrár og loforð í sósíaldemókratastíl. Raða sér síðan í ráðherrastóla og taka upp mál Flokksins. Engu máli skiptir, hvað ráðherrar segja, bulla bara eitthvað út í loftið. Einna lengst gengur Þorsteinn Víglundsson, sem skáldar tölur um fjármál Landspítalans og neitar að útskýra þær. Ýkir framlög ríkissjóðs til spítalans og svarar ekki fyrirspurnum fjölmiðla. Sagði spítalann hafa verið endurreistan. Í raun er hann rosalega undirfjármagnaður. Í raun bullar Þorsteinn Víglundsson í hjáheimi sínum.