Bunan stóð út úr Össuri

Punktar

Össur Skarphéðinsson forðast blaðamenn eins og pestina, þegar hann er heima á Íslandi. Það sýnir veika stöðu ríkisstjórnarinnar. Í Bretlandi segir hann hins vegar við BBC, að ríkisstjórnin standi tæpt. Hann virðist ekki átta sig á, að fréttir berast milli landa, en það er önnur saga. Athyglisverðara er, að hann fæst ekki til að segja Íslendingum fréttina. Þótt þeir þurfi meira á sannleikanum að halda en útlendingar. Svona eru íslenzkir pólitíkusar. Eru fullir af leyndó hér á Íslandi, en erlendis stendur bunan út úr þeim. Fatta ekki, að Íslendingar þurfa á gegnsæi að halda ekki síður en annað fólk.