Burðardýr bankabófanna

Punktar

Um daginn stal Lýsing bíl með aðstoð löggunnar. Þannig er Ísland enn í dag, þótt þrjú ár séu frá hruni. Litlir og stórir bankar ganga fram af fullkomnu offorsi gegn gömlum viðskiptamönnum. Einu mennirnir, sem bankarnir kunna að meta, eru blöðrubófar, útrásarbófar og kvótabófar. Bankabófarnir finna til samkenndar með þeim. Við almenning koma þeir hins vegar fram eins og þeir séu bófafélög. Í Grasrótarmiðstöðinni í Brautarholti er fólki kennt, hvernig hægt sé að verjast aðfararbeiðnum og umgangast innheimtu- og lögreglubófa. Menn þurfa að kæra alla þessa bófa og hnýta í burðardýr aðfarar að lögum.