Burðardýr í bófaflokki

Punktar

Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður sagði þetta árið 2009 á landsfundi Sjálfstæðisflokksins: “Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni, þá felur það í sér að flokkurinn vill standa utan Evrópusambandsins og því fagna ég.” Þetta segir alla söguna um stöðu Flokksins. Hann er gæzlumaður sérhagsmuna. Gætir þess, að kvótagreifar haldi þýfinu, sem þeir stálu af þjóðinni með veðsetningu á óveiddum afla. Sá er tilgangur og markmið Flokksins. Hann er bófaflokkur, studdur af firrtum kjósendum, sem gegna hlutverki burðardýra í bófaflokki Sjálfstæðisflokksins.