Ragnar Önundarson er fínt dæmi um ömurð íslenzkrar umræðu. Tölvupóstar hans sýna eindreginn brotavilja. En hann segir sig bara hafa verið handbendi stjórnarmanna og eigenda. Þeir séu hinir raunverulegu bófar. Hann sjálfur hafi verið eins konar burðardýr. Þetta er auðvitað rugl bófans í afneitun. Verra er þó, að Ragnar heldur áfram að predika yfir þjóðinni eins og ekkert hafi í skorizt. Kvartar yfir siðleysi þingmanna og fréttamanna, sem hlaupi eftir almenningsáliti. Dómstóll götunnar sé orðinn Hæstarétti æðri. Hér á landi er ekki gerður munur á rökum og rugli. Því getur Ragnar ruglað svona.