Burt með bankasleðana

Punktar

Bankastjórar stóru bankanna voru ráðnir af Björgvin Sigurðssyni í eitraðri stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir kunna ekki á nútímann og eru til vandræða vegna stífrar bankaleyndar og skorts á samræmdu verklagi. Eiga fyrir löngu að vera búnir að setja upp opið söluferli gjaldþrota eignarhaldsfélaga. En þeir þola ekki gegnsæi. Finnur Sveinbjörnsson fékk fyrir hjartað, þegar lánabók Kaupþings lak á netið. Ríkisstjórnin á fyrir löngu að vera búin að losna við gæfulausu bankastjórana. Með því að láta þá lafa tekur hún ábyrgð á gamaldags verklagi þeirra. En betra er seint en aldrei, burt með sleðana.