Burt með bankastjórana

Punktar

Árið er að verða búið og bráðabirgða-bankastjórarnir eru enn við völd. Fyrir löngu var lofað, að nýir bankastjórar yrðu ráðnir í haust sem leið. En ekki bólar neitt á þeim. Finnur Sveinbjörnsson, Ásmundur Stefánsson og Birna Einarsdóttir eru enn bankastjórar. Allt saman fólk frá græðgistímanum, sumt í kúlulánum. Þau stjórna bönkunum þvert gegn fyrirmælum eigandans, ríkisins. Hafna gegsæi og beita bankaleynd. Nota óhæfar verklagsreglur, sem stríða gegn samkeppnissjónarmiðum. Hossa ofurmennum útrásarinnar. Áttu að vera farnir úr starfi fyrir löngu, en eru enn til vandræða. Hvað er að, Gylfi?