Burt með bónusana

Punktar

Sammála Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknar. Hann vill banna bónusana, sem tíðkast í fjármálastofnunum. Bónusar grafa undan siðferði og búa til glórulausa græðgigamma, sem ekki eru húsum hæfir. Fjármálaráðherra vill leyfa 25% bónusa, en fjármálastofnanir heimta 100% bónusa. Karl vill, að þetta verði hreinlega bannað. Vitað er, að fjármálastofnanir valda kreppum og hruni, einkum vegna siðblindunnar, sem þar er þjálfuð upp. Enda segir Karl: „Ég segi enga bónusa. Þeir hafa þegar valdið þjóðinni nógu miklum skaða.“ Þetta er mergurinn málsins. Raunar á að skylda bankstera til að vinna aðra hverja viku í samfélagsþjónustu.