Þurfum enga einkabanka á borð við þá, sem settu Ísland á hausinn 2008. Við þurfum hálfopinbera banka í líkingu við Sparisjóð Þingeyinga. Eða öllu heldur eins og þýzku Sparkassen, sem eru einn í hverju landi þýzka sambandsríkisins. Bara senda tvær konur þangað til að taka út regluverk sparikassanna þar og þýða á íslenzku. Sparisjóðir án hluthafa, sjálfseignarfélög eða í eigu sveitarfélaga, ríkis og lífeyrissjóða. Þar leggur fólk inn laun sín og lítil fyrirtæki veltu sína. Enginn ætlar sér að gleypa heiminn. Ekkert bankabrask í hlutabréfum verður leyft, allra sízt erlendis. Enginn bankamaður fær að koma nálægt neinu nema kaffivélinni.