Nýr forstjóri greiningardeildar Arion banka er jafngalinn og fyrirrennarinn, sem frægur var í hruni. Sú nýja vill, að atvinnulífið fari úr fyrsta gír í svokallaðan fimmta gír. Hún er dæmi um bankabjána, sem hefur ekkert lært af hruninu. Atvinnulífið er í góðum gír, sem sést af lágum atvinnuleysis-tölum. Allt óráðshjal um gífurlega innspýtingu verkefna er ávísun á fjölbreytt böl. Efst þar á blaði er verðbólga og skuldsetning. Líka óþolinmóðir samningar um stóriðju á grunni gjafaverðs á orku frá alltof skuldsettum orkuverum. Höfum fengið upp í kok af slíku. Og fengið nóg af óðs manns hjali um fimmta gír.