Ásmundur Indíafari Stefánsson réð sjálfan sig sem bankastjóra Landsbankans. Hann leit á það sem herfang. Fyrsta verk hans var að fara til Indlands í mánuð. Hefur verið við völd lengur en þolinmæði þjóðarinnar leyfir. Ruglar enn í mannaráðningum eins og þetta sé hans prívatfyrirtæki. Réð vin sinn, Ara Skúlason, sem forstjóra Landsvaka. Samt var staðan ekki auglýst og Ari fullnægir ekki skilmálum um menntun. Í stað þess að sjá að sér, gaf Ásmundur vininum frí til að afla menntunar. Ekki er nefnt, að staðan verði auglýst. Ásmundur er gerspilltur frjálshyggjugaur úr Alþýðusambandinu. Burt með hann.