Flokkar íhalds og krata hafa um skeið stýrt Evrópusambandinu í sameiningu. Bera ábyrgð á, að íhaldsbófinn Jean-Claude Juncker frá Luxemborg varð aðalforstjóri. Skömmu síðar kom í ljós, að Juncker bar ábyrgð á skipulögðu svindli Luxemborgar sem skattaparadísar. Nú heimta menn afsögn Juncker. Greinilega manna verst til þess fallinn að stýra Evrópu á erfiðum tíma. Álit fólks á sambandinu er lítið. Forstjórateymið er án sambands við kjósendur og almannatengsli eru nærri engin. Juncker valdi viðskiptabófa í forstjórateymið, svo sem Miguel Cañete, olíubarón frá Spáni. Án lýðræðis er Evrópusambandið á leið í spillingarfen siðblindra.