Íslenzk króna er eins konar hengingaról, sem hindrar lága vexti. Þegar við losnum við krónuna, fáum við fljótlega svipaða vexti og nágrannaþjóðirnar. Seðlabankinn fær erlend lán með 1% vöxtum og getur sjálfur eða gegnum Landsbankann veitt fólki húsnæðislán með 2% vöxtum. Landsbankinn verður eins konar húsnæðis-sparisjóður. Verðbólga vaxta verður úr sögunni. Ríkið tekur enga ábyrgð á öðrum bönkum og hrun lenda ekki lengur á herðum almennings. Við fáum að lifa eðlilegu lífi eins og aðrar þjóðir. Atvinnuástand verður traust, í stað þess að fara á flug og steypast niður. Rugl er að reyna að reka hér þjóðfélag, byggt á minnsta gjaldmiðli heims.