Ég er sammála Jóhönnu Sigurðardóttur um, að stóra mál ársins 2011 verður að ná auðlind hafsins. Kvótagreifar stálu henni og veðsettu útlendingum upp í topp. Gróðafíkn þeirra fór út yfir allan þjófabálk. Auðlind í þeirra eigu er verri en auðlind í eigu Evrópusambandsins. Þjóðin þarf að ná henni til baka, til dæmis með fyrningu aflaheimilda. Kvótagreifarnir ganga berserksgang gegn þjóðareign á auðlindinni. Til þess reka þeir Morgunblaðið og sóðaskapinn úr Davíð með milljónatapi á degi hverjum. Gróði þeirra af auðlindinni fer í að reka sorprit landsins númer eitt. Burt með þetta landsins versta bófagengi.