Burt með Magma strax

Punktar

Nauðsynlegt er, að strax verði hafin rannsókn á þætti Íslandsbanka í aðkomu hræfugla að orku Reykjanesskaga. Ríkisútvarpið segir, að upplýsingum um tilboð annarra í hlut Geysis Green Energy í HS Orku hafi verið lekið til Magma. Einnig segir það, að Magma hafi ekki einu sinni verið með hæsta tilboðið. Samkvæmt þessu var fyrirfram ákveðið, að Magma fengi hlutinn. Nú er síðasta tækifærið til að stöðva þetta bófafélag og koma því öfugu úr landi. Alþjóðlegir hræfuglar stunda mútur og aðra spillingu til að hafa sitt fram. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks hlýtur að geta stöðvað bófana.