Hugmyndir fimmflokksins um nefnd í stað stjórnlagaþings eru rugl. Ætlunin er að hafa nefndina skipaða lagatæknum með einum heimspekingi. Hélt, að ljóst væri, að lagatæknar geta ekki skrifað plaggið. Bændur sömdu stjórnarskrá Bandaríkjanna, enda er hún betur skrifuð en aðrar slíkar. Berið hana saman við ruglið í stjórnarskránni, sem lagatæknar sömdu fyrir Evrópusambandið. Fimmflokkurinn gerir sér enga grein fyrr eðli málsins. Lætur lagatæknilega ráðgjafa segja sér, að enginn geti komið saman stjórnarskrá nema lagatæknar. Almenningur á að semja stjórnarskrá á stjórnlagaþingi. Burt með lagatæknana.