Burt með okkar ólígarka

Punktar

Hluti uppgjörsins við hrunið er að losa um tök valdastéttarinnar á fjárhag okkar. Skoðum lífeyrissjóðina. Enn er þeim stjórnað af Vilhjálmi Egilssyni, Arnari Sigmundssyni og Helga Magnússyni, öfgamönnum til hægri í pólitík. Sá síðastnefndi er frægastur fyrir að lofa skattakerfi Rússlands, sem felst í að koma ránsfeng í hendur ólígarka. Hér erum við enn að þéna undir ólígarka Íslands. Þeir stjórna bönkum og stórfyrirtækjum. Þeir reka fiskveiðikvótann eins og þeir eigi hann. Ólígarkarnir stjórna Flokknum og Mogganum og ýmsum helztu vefmiðlum landsins. Þjóðinni ber að skrúbba alla þessa óværu af sér.