Vantrauststillaga Þórs Saari er réttmæt. Ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að fá nýja stjórnarskrá samþykkta á þessu þingi. Hún hefur dregið málið á langinn. Til dæmis með því að hafa alþingi í fríi fyrri hluta janúar. Mér hefur lengi verið ljóst, að hún er bara að leika rullu. Er ekki að fylgja málinu eftir af neinum þrótti. Ríkisstjórn, sem hunzar eindregna þjóðaratkvæðagreiðslu, á að fara frá hið bráðasta, annað er siðlaust. Enda er hún með allt niðri um sig. Hefur ekki bara klúðrað stjórnarskrá, heldur einnig þjóðareign á kvóta. Ekki gengur að þykjast stjórna, þegar enginn meirihluti er fyrir stjórninni.