Burt með verndartolla

Punktar

Landbúnaður kostar innflutt tæki og olíu eins og önnur framleiðsla. Allt í erlendum gjaldeyri. Þetta er tjón, því að innlent vinnsluvirði landbúnaðar felst helzt í opinberum styrkjum á kostnað skattgreiðenda. Mataröryggi hans er ekkert, því að hann stöðvast um leið og olía og benzín kemur ekki hingað. Þótt landbúnaður skapi vinnu, er hún að mestu leyti dulbúið atvinnuleysi, sem seinkar þróun okkar til nútíma atvinnuhátta. Og aðalatriðið er, að afnám tolla eflir kaupmátt neytenda. Hnattstaða og loftslag kalla á samdrátt í hefðbundnum landbúnaði. Því ber að afnema verndartolla landbúnaðarins.