Nú er svo langt liðið frá búsáhaldabyltingunni, að fullyrða má, að lítið sé eftir af henni. Hún fleytti til valda vinstri stjórn, sem kom þjóðarhag í gang, en síðan lítið meir. Gamla Ísland var endurreist með göllum þess, en Nýja Ísland var andvana fætt. Hér stjórna enn bankabófar og kvótabófar bak við tjöldin og hrunbófar Sjálfstæðisflokksins stjórna Alþingi. Byltingin dó, því að Nýja Ísland var og er of fámennt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meira fylgi en stjórnarflokkarnir, sem hafa meira fylgi en nýir flokkar samanlagt. Þjóðin vill einfaldlega ekki endurbætur og hallar sér að gömlum kúgurum.