Við losnuðum við forstjóra Fjármálaeftirlitsins og fáum nýja ríkisstjórn. Það er áfangasigur. Nýja stjórnin lofar kosningum 25. apríl, sem skiptir okkur mestu máli. Lofar að reka tortímandann og vistmenn Seðlabankans. Gömlu mennirnir eru samt að mestu enn við völd. Búsáhaldabyltingin vinnur ekki sigur fyrr en í kosningunum. Þá geta kjósendur mokað skítnum út fyrir nýtt fólk úr grasrótinni. Ef þeir vilja, það á eftir að koma í ljós. Þá fyrst verður ástæða til að fagna sigri. Það verður ekki tímabært um þessa helgi.