Ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur krafizt þess, að Alþjóða heilbrigðisstofnunin dragi úr nýrri ályktun um tóbaksvarnir, þannig að hverju ríki fyrir sig verði heimilt að velja, hvaða þáttum ályktunarinnar þau fari eftir. Kevin Moley, fulltrúi Bandaríkjastjórnar í stofnunni, lagði kröfuna fyrir Gro Harlem Brundtland, forstjóra hennar, á mánudaginn var. Áhugafélög um tóbaksvarnir telja, að bréf Bandaríkjastjórnar feli einnig í sér dulbúnar hótanir um, að þau ríki, sem styðji tóbaksvarnir að hætti Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, muni missa bandaríska fjárhagsaðstoð. Frá þessu segir David Lazarus í San Francisco Chronicle.