Maureen Dowd segir í New York Times, að George W. Bush hafi splundrað Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbandalaginu, Evrópusambandinu, stjórnmálaferli Tony Blair og fjárlögum Bandaríkjanna. Allir óttist vanhugsaðar gerðir hins froðufellandi kúreka, nema þeir, sem helzt þyrftu að óttast hann, svo sem ráðamenn Norður-Kóreu, er hafa einmitt notað Íraksmálið til að færa sig upp á skaftið.