Bush lýgur eftir þörfum

Punktar

George W. Bush Bandaríkjaforseti lýgur meira en aðrir slíkir hafa gert. Dana Milbank segir í Washington Post frá nokkrum lygum hans. Nýlega sagði forsetinn, að Saddam Hussein hefði flota mannlausrar flugvéla, sem gætu hæft skotmörk í Bandaríkjunum. Einnig sagði hann, að Saddam Hussein yrði búinn að koma sér upp kjarnorkuvopnum eftir sex mánuði. Áður var hann búinn að segja frá margvíslegu sambandi Íraks við Al Kaída og talibana, meðal annars í Prag. Allt var þetta tóm lygi til að reyna að selja Bandaríkjamönnum væntanlega árás á Írak. En Paul Krugman bætir við í New York Times í dag, að lygasögur Bush séu ekki nýjar af nálinni og varði ekki aðeins Írak, heldur rekur hann dæmi um margvíslegar lygar í lýsingum forsetans á ýmsum þáttum bandarískra innanríkismála. Til stuðnings máli sínu notar Bush til dæmis tölur, bæði um magn og verð, sem eru úr lausu lofti gripnar. Niðurstaðan er, að staðreyndir skipti forsetann engu máli, hann búi þær bara til eftir pólitískum þörfum hverju sinni.