Ríkisstjórnir 26 ríkja nota ýmsar aðferðir til að ritskoða vefinn með aðstoð tölvufyrirtækja, einkum Yahoo, Microsoft og Google. Oft er síað burt klám, en einkum er það pólitík, sem skelfir valdhafa. Harðast ganga fram Kína, Sádi-Arabía, Íran, Sýrland, Túnis, Úzbekistan, Óman og Pakistan. Öll þessi ríki sía á víðu sviði. Bandaríkjastjórn er líka hrædd við vefinn. Hún er farin að ritskoða aðgang hermanna í Írak að ýmsum sviðum vefsins, svo sem YouTube, MySpace, Pandora og Live365. Hún er minnug ljósmyndanna frá Abu Ghraib fangelsinu. Pútín í Rússlandi ritskoðar hins vegar ekki vefinn.