Jeremy Rifkind segir í Guardian, að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi einstæða hæfilega til að sameina menn. Gegn sér. Enginn annar hafi getið sameinað aldagamla óvini, súnna og sjíta í Írak, gegn hernámi Bandaríkjanna. Enginn annar hafi getað sýnt milljónum Evrópumanna fram á, að þeir hafi sameiginlegt gildismat, sem sé gerólíkt gildismati helmings Bandaríkjamanna. Samhugur meginlands Evrópu er einstæður í sögu álfunnar. Þetta gildi ekki síður um almenningsálitið í þeim löndum, þar sem ríkisstjórnir studdu stríðið gegn Írak. Rifkind ræðir í greininni, hvert sé sameiginlegt gildismat Evrópumanna á nýrri öld, svo sem umhverfisvernd, mannleg reisn, þróunaraðstoð og stuðningur við Sameinuðu þjóðirnar.