Bush sendi Saddam eitrið

Punktar

Í Bandaríkjunum hafa verið opnuð 20 ára gömul skjöl, sem sýna, að ríkisstjórnir Reagans og Bush útveguðu Saddam Hussein efni til framleiðslu eiturvopna til daglegrar notkunar í stríði Íraks við Íran árin 1980-1988, þar á meðal miltisbrand og svartadauða. Í miðjum eiturhernaði Saddams var Donald Rumsfeld, sem nú er stríðsmálaráðherra, sendur til Íraks til að lýsa stuðningi Bandaríkjastjórnar við brjálæðinginn, sem þá var hættulegri umhverfi sínu en hann er núna. Washington Post sagði í gær frá þessum leyniskjölum, sem varpa ljósi á hræsni heimsmálanna. Saddam er ekki lengur skjólstæðingur, en kominn er nýr Bandaríkjavinur, einræðisherrann Musharraf í Pakistan, er samkvæmt fréttum BBC ógnar heimsfriðnum með hótunum um atómstríð.