Jane Jacobs, einn þekktasti úrbanisti heims, SEGIR, að borgarskipulag sé bara gervivísindi. Fjölbreyttar kreddur rísi á grundvelli takmarkaðra athugana á breytingum. Um þetta segir hún: „Years of learning and a plethora of subtle and complicated dogma have arisen on a foundation of nonsense.“ Ein slík tegund af rugli er að grafa um sig í skipulagi Reykjavíkur. Það er þrenging byggðar, sem fer senn að valda miklum kostnaði og óþægindum. Þar hafa menn fengið þá flugu í hausinn, að bíllinn sé af hinu illa og að leggja beri steina í götu hans. Þá muni fleiri fara að hjóla eða taka strætó. Eru ekki vísindi, heldur terrorismi.