Á Íslandi eykst aðskilnaður ríkra og fátækra eins og yfirleitt á Vesturlöndum. Ferlið er hraðara hér. Róttæk hægri stjórn lætur greipar sópa um hag fátækra og hleður auði á ríka. Endar með byltingu fátækra. Í Bandaríkjunum og Þýzkalandi koma fram hægri alþýðuflokkar, Trump-istar, Aktion für Deutschland og aðrir hópar, sem yfirstéttin kallar rasista. Þangað flykkist fólk, sem er hrætt við múslima, vinnumissi eða tekjurýrnun, sem þarf að búa í hverfum innflytjenda. Ríkir óttast ekki, þeir búa í lokuðum hverfum í eigin alþjóðavædda gróðaheimi. Hér sér ungt miðstéttarfólk gegnum samsæri ríkra og fremur byltingu á miðjunni.