Bylting á næsta leiti

Punktar

Nýfrjálshyggjan er komin á endastöð. Árin 2007-2017 fengu efstu 10% í sinn hlut allan hagvöxt Bandaríkjanna og neðstu 90% fengu ekkert í sinn hlut. Bretland fylgir fast á eftir. Hástéttin fær allt, miðstéttin heldur ekki jöfnu og undirstéttin tapar. Íslenzkir smælingjar eru líka í stórtapi, en við erum þó styttra á veg komin. Margir eru farnir að spá byltingu í Bandaríkjunum, þegar vélmenni hirða ódýru störfin. Um allan hinn vestræna heim er almenningur farinn að sjá þetta og líta kringum sig. Í örvæntingu kjósa menn Trump, le Pen, Geert Wilders o.s.frv. Um alla Evrópu hlaða málglaðir utangarðsmenn á sig atkvæðum.