Þessa daga gerist bylting í ferðamálum Reykjavíkur. Í fyrra var sama verð hér á gistingu og í öðrum höfuðborgum Norðurlanda. Á þessu ári verður hótelverðið hér næstum tvöfalt hærra en í hinum borgunum. Frá því segir í Aftenposten og í Lonely Planet. Nýja frægðin er hættuleg. Tölurnar eru ekki bara hrikalegar, heldur valda því, að ferðatímarit draga úr frásögnum af Íslandi. Skyndigróði er hverfull, eins og við höfum áður kynnzt í loðdýrum og fiskeldi. Græðgisfíknina íslenzku skortir gangráð. Snýst bara hraðar og villtar unz allt fer á hausinn. Við þurfum opinbert regluverk og eftirlit með gistiverði, betri opinbera innviði, fyrir okkur sjálf.