Alþýðuhreyfingin hefur rofið SALEK-svefn verkalýðsfélaganna. Tvö langstærstu félögin, VR og Efling, hafa komizt í bólgnar hendur starfsfólks. Nú verður farið í að moka skítinn úr stéttarfélögum láglaunafólks. Gylfi Arnbjörnsson verður kvaddur með skömm og skít, eins og hann á skilið, umboðsmaður atvinnurekenda. Listi greifanna fékk bara 519 atkvæði, en listi Sólveigar Önnur Jónsdóttur fékk 2099 atkvæði og alla fulltrúana kjörna. Þetta eru tímamót hjá launafólki, í fyrsta sinn í sögu Eflingar. Geta mætt brauðmolafræðingum Alþýðusambandsins með fullri reisn. Tíma vaxandi stéttaskiptingar er að ljúka og tími lyftingar láglauna að hefjast.