Bylting upplýsinga er orðin staðreynd. Hliðverðir hefðbundinna fjölmiðla stýra ekki lengur, hver flytur þér hvaða sjónarmið. Liðin er undir lok sú gamla leið að stjórna þrælum gegnum fjölmiðla. Áhrifalausir hliðverðir horfa ráðalausir á almenning gerast sínir eigin ritstjórar og álitsgjafar. Blogg og fésbók fossa fram til góðs eða ills. Þar er stéttaskipting horfin, þótt hún blómstri á öðrum sviðum þjóðlífsins. Þangað mun byltingin koma síðar. Þegar þrælarnir eru hættir að láta greifana segja sér fyrir verkum, er næsta skref að kasta út greifunum. Upphafs átakatímans markast af þeim mögnuðu vinnudeilum, sem eru í uppsiglingu.