Byltingin loksins kláruð

Punktar

Eftir sólarhrings japl, jaml og fuður, fór Atlantshafsbandalagið í gang. Bandaríkin sögðust vilja vera í baksætinu. En þegar á reyndi, vildu þau ekki, að Frakkland tæki heiðurinn. Flugskeyti Vesturveldanna beindust að tuttugu hernaðarlega mikilvægum mannvirkjum, einkum flugvöllum. Eftir er að sjá, hver viðbrögð Gaddafi verða með morgninum. Sennilega minnkar kjarkur hersveita og öryggissveita Líbýustjórnar. Að sama skapi eflist hugur og þor uppreisnarmanna. Geta nú undið sér í að ljúka byltingunni. Engin leið er samt að spá, hver verður útkoman, þegar Gaddafi verður loksins hrakinn burt.