Byr fái engan byr

Punktar

Í fyrra greiddu stjórnendur bankans Byrs eigendum bankans samtals þrettán milljarða króna í arð. Það eru 13.471.000.000 krónur, stjarnfræðileg tala. Í kjölfarið fór Byr að ramba og biður nú um tuttugu milljarða króna aðstoð frá ríkinu. Þetta er það frekasta, sem ég hef heyrt af græðgi banka. Viðbrögðin eiga að vera þessi: 1. Ríkið leggur ekki fram krónu. 2. Byr fer á hausinn. 3. Kröfuhafar sækja stjórnendur og eigendur til saka og endurgreiðslu arðs. 4. Stjórnendur, eigendur og Fjármálaeftirlitið dæmast til endurgreiðslu og fangavistar fyrir þjófnað. Taka verður á frekjudöllum af þessu tagi.