Fjárhagsvandi evruríkja annarra en Grikklands felst fyrst og fremst í öðru en taprekstri ríkisins. Vandi Spánar, Portúgals og Írlands felst í bönkunum. Þeir eru orðnir svo umsvifamiklir, að ríki getur ekki ábyrgzt þá. Þetta er mildari útgáfa af íslenzka vandanum haustið 2008. Harkalegar aðgerðir í ríkisfjármálum gagnast því ekki. Fremur þarf að endurskoða sambúð ríkis og banka. Eins og Íslendingar urðu að gera nauðugir viljugir. Evrópusambandið er að byrja að átta sig á, að bankar megi fara á hausinn eins og hver önnur fyrirtæki. Þetta eru menn farnir að segja upphátt í sölum Evrópusambandsins.